N1 á árlegu tannlæknaþingi í Hörpu

01. nóvember 2012

N1 á árlegu tannlæknaþingi í Hörpu

N1 var á vörusýningu í Hörpunni dagana 26. og 27. október þar sem starfsmenn frá N1, kynntu nýja vörulínu sem tengist heilbrigðisgeiranum.

Þessi nýja lína er sænsk og er undir vörumerkinu Clinic Dress. Þetta er mjög vandaður fatnaður með góðum sniðum bæði fyrir dömur og herra.  Með þessari nýjung getur N1 boðið upp á heildarlausnir fyrir tannlækna og tannlæknastofur, í fatnaði, pappír, einnota vörur eins og hanska, maska, skóhlifar o.fl. og öll sótthreinsiefni.
Vörusýningin var haldin samhliða árlegu þingi tannlækna og voru þarna um 17 fyrirtæki að kynna vörur sínar og þjónustu.  „Við erum mjög ánægð með vörusýninguna. Okkur gekk vel að kynna vöruna okkar og vera sýnileg sem N1, náðum góðum tengslum við ráðstefnugesti. “ sagði Harpa starfsmaður N1, eftir sýninguna.

Fyrir frekari upplýsingar um vörurnar, hafðu samband á netfangið gisli@n1.is.