
Mundu eftir að skila inn Vegabréfinu
Síðasti dagurinn til þess að taka þátt í Vegabréfaleiknum er 16. ágúst því er mikilvægt að nota þessa næstu daga til þess að safna síðustu stimplunum sem vantar í vegabréfið og afhenda það á næstu N1 stöð. Dregið verður úr innsendum Vegabréfum í byrjun september.
Vinningarnir í ár eru stórglæsilegir
Hérna er hægt að sjá vinningana í ár, en þeir eru mjög skemmtilegir og veglegir þetta árið.
Sjá vinningshafa síðasta árs:
Hún Áslaug Lilja 8 ára var dregin út og vann hún og fjölskyldan hennar ferð til Tenerife. Hún fékk óvænta heimsókn frá sjálfum Páli Óskari sem færði henni fréttirnar.
Instagram #vegabréf15
Einnig mun Instagram leikurinn okkar #vegabréf15 klárast þann 16. ágúst. Svo endilega munið eftir að setja myndirnar ykkar á Instagram og munið að myndin verður að vera opin svo að við sjáum hana. Sjá myndir er eru komnar inn í Instagram
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um leikinn okkar eru inn á síðunni Vegabréfaleikur.is