Móttaka rafrænna reikninga

06. febrúar 2019

Móttaka rafrænna reikninga

Undanfarið ár hefur N1 unnið að því að minnka pappírsviðskipti og fjölga rafrænum reikningum. Nú er komið að því að stíga skrefið til fulls og hætta móttöku reikninga á pappírsformi. Frá og með 1. júlí 2019 mun N1 einungis taka á móti reikningum á rafrænu formi.

N1 er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Við erum stolt af umhverfisstefnu okkar og er þetta skref í takt við þá stefnu. Rafrænir reikningar eru ekki bara umhverfisvænir heldur fela þeir í sér sparnað og hagræðingu svo sem við móttöku, úrvinnslu og bókun. Samkvæmt 19. grein reglugerðar um rafræna reikninga hefur N1 heimild til að setja kröfur um form og gagnaflutning en ekki er ætlunin að fara óhefðbundar leiðir heldur mun N1 nota almennar, staðlaðar og viðurkenndar leiðir við meðhöndlun rafrænna reikninga. Þannig ná bæði sendendur og móttakendur reikninga fram því hagræði sem felst í rafrænum viðskiptum.