Mistök við kortafærslur leiðrétt

24. september 2021

Mistök við kortafærslur leiðrétt

Vegna hugbúnaðarvillu við flutning eldsneytisstöðvar N1 í Víðihlíð skuldfærðist hluti úttekta viðskiptavina fyrirtækisins við eldsneytiskaup ekki um nokkurt skeið. Villan hefur nú verið lagfærð og verða umræddar færslur skuldfærðar hjá viðskiptavinum, kreditkortafærslur þann 28. september næstkomandi og debetkortafærslur þann 01. október.

N1 og vinnsluaðili félagsins harma þessi mistök og biðja viðskiptavini velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Þjónustuver N1 veitir allar nánari upplýsingar í tölvupóstfanginu n1@n1.is, í síma 440 1100 eða í netspjalli á vefslóðinni www.n1.is.