Miðar á EM 2016
N1 styrkir strákana okkar á Em í fótbolta 2016.
Hérna eru nokkrar algengar spurningar og svör varðandi miðamál á EM, en tekið skal fram að KSÍ úthutar ekki miðum á leikina heldur UEFA sem sér um öll miðamál á leikina.
Lykilspurningar og svör um miða á EM
Hverjir geta sótt um miða á leiki Íslands?
Íslenskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi eða erlendis, og erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi.
Hvernig sæki ég um miða á leiki Íslands?
Sótt er um miða í gegnum miðasöluvef UEFA – www.euro2016.com. Ekki er sótt um miða í gegnum KSÍ og KSÍ stendur ekki fyrir almennri miðasölu á leiki í keppninni. Öll miðasalan og öll þjónusta/afgreiðsla fer fram í gegnum UEFA.
Hvenær get ég sótt um miða á leikina?
Umsóknarglugginn opnar á vef UEFA – www.euro2016.com - 14. desember og er opinn til 18. janúar.
Hvað get ég sótt um marga miða?
Hægt er að sækja um allt að fjóra miða á hvern leik í keppninni.
Skiptir máli að sækja sem fyrst um miða eftir að glugginn opnar?
Nei, þetta er ekki „fyrstur kemur, fyrstur fær“ fyrirkomulag, og enginn forgangur eftir því hvenær umsóknin er skráð. Engu máli skiptir hvenær innan umsóknargluggans umsókn er skráð. Ef til þess kemur að eftirspurn eftir miðum á tiltekinn leik er meiri en framboðið, þá mun UEFA draga úr innsendum umsóknum, þ.e. efna til happdrættis.
Hvenær veit ég hvort ég fái þá miða sem ég sótti um?
UEFA mun tilkynna umsækjendum um niðurstöður í febrúar.