Metþátttaka á N1 mótinu í ár
Einn stærsti, umfangsmesti og skemmtilegasti íþróttaviðburður landsins, N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag, 30. júní og stendur það til 03. júlí. Árlega eru slegin met hvað þetta vinsæla mót varðar og árið í ár er þar engin undantekning, bæði hvar varðar fjölda keppenda sem og liða. 2.144 þátttakendur eru skráðir til leiks og hafa þeir aldrei verið fleiri og það sama á við um fjölda liða, en í ár eru 216 lið skráð á mótið. N1 mótið, sem er það 35. í röðinni, hefur aldrei verið stærra og umfangsmeira og enn eitt árið geta ungir knattspyrnuiðkendur skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Grasrótarstarf í knattspyrnu er grundvöllurinn að framtíð íþróttarinnar og N1 hefur um árabil stutt þennan mikilvæga grunn beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir Lúðvík Gunnarsson á mótið, en hann stýrir einmitt Hæfileikamótuninni, til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni.
Það er ekki ofsögum sagt að N1 mótið sé hápunktur íþróttasumarsins fyrir unga knattspyrnukappa og á mótinu hafa margir verðandi atvinnumenn og landsliðsmenn tekið sín fyrstu alvöru skref. Má reikna með að í ár taki landsliðsmenn framtíðarinnar þátt af sama eldhug og krafti og fyrri kynslóðir og mikilvægi mótsins verður seint ofmetið.
N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA.
„Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í KA fyrir mótinu, rétt eins og fyrri ár, enda er N1 mótið einn af hápunktum sumarsins hjá félaginu og við hlökkum til að taka á móti strákunum og aðstandendum þeirra. Fátt setur sterkari svip á Akureyri en einmitt þegar mörg hundruð keppendur á N1 mótinu mæta til leiks og gleðin og fögnin yfirgnæfa allt annað. Það eru forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti og samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa er alltaf jafn gott. Það þarf varla að taka það fram, en ég geri það samt, að minna alla á að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig knattspyrnusöguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
„N1 mótið er alltaf eitthvað sem fyllir okkur hjá N1 stolti, gleði og ánægju og við vitum að framundan eru frábærir dagar þar sem allir munu skemmta sér vel. Við erum afar ánægð með samstarfið við KA, enda undirbúningur allur og umgjörð mótsins með besta móti hjá þessu rótgróna félagi. N1 mun halda áfram, sem fyrr, að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti meðan við öll fyllum sumarið af fjöri,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar og stafrænnar þróunar hjá N1.