Met þáttaka í Vegabréfaleik N1

28. júní 2021

Metþáttaka í Vegabréfaleik N1

Vegabréfaleikur N1, sem hófst 10. júní, hefur slegið öll fyrri met en á fyrstu 17 dögunum hafa ríflega 30.000 þátttakendur skráð sig til leiks, sem er umtalsvert meiri þátttaka en á síðasta ári, sem þó var metár.

 

Andlit Vegabréfaleiks N1 í ár eru tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, en lag þeirra „Fylltu sumarið af fjöri“ hefur jafnframt slegið í gegn á samfélagsmiðlum eins og við var að búast, enda lagið fjörugt, grípandi og skemmtilegt. Lagið má finna hér https://www.youtube.com/watch?v=guxIKyvPExs

 

Vegabréfaleikur N1 er á sínu 38. ári og aldrei vinsælli, en í gegnum árin hefur fjöldi þekktra einstaklinga komið að honum. Auk bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs, má nefna bæði karla- og kvennalandsliðin í knattspyrnu, Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins, leikarann Þorstein Gunnarsson og Leikhópinn Lottu, svo einhverjir séu nefndir til sögunnar.

 

Vegabréfaleikur N1 er einfaldur, en það eina sem þarf að gera er að safna stimplum í Vegabréf N1 á þjónustustöðvum um land allt. Hver stimpill færir þátttakanda gjöf og þegar fullstimpluðu Vegabréfi er skilað inn á næstu N1 stöð, er möguleiki á frábærum vinningum á borð við Iphone 12, Airpods Pro, rafhjólum, Playstation 5 og Nintendo Switch.

 

Það er því tilvalið að renna við á næstu N1 stöð, safna stimplum og Fylla sumarið af fjöri!