Meira í leiðinni

13. apríl 2007

Meira í leiðinni

Kjörorð N1 er „Meira í leiðinni“. Það hefur tvíþætta merkingu.

Í fyrsta lagi þýðir það að N1, sem hefur um 115 útsölustaði um land allt, er alltaf í grenndinni og aldrei úr leið að sækja þangað þjónustu.

Í öðru lagi hefur sameiningin í för með sér að viðskiptavinum býðst miklu meira og fjölbreyttara vöruúrval en hægt er að fá annars staðar – þannig fær fólk meira
í leiðinni!

Hvað atvinnulífið varðar þá búum við að því að Olíufélagið og Bílanaust hafa staðið sig frábærlega vel í þjónustu við alls konar fyrirtæki um land allt á undanförnum árum.

Eftir sameininguna verður þjónustan hins vegar enn öflugri og fjölbreyttari. „Það verða til dæmis rúmlega 160 þúsund mismunandi vörutegundir til sölu hjá þessu nýja félagi. Ekkert annað fyrirtæki getur státað af viðlíka úrvali fyrir bíleigendur, að ógleymdri þjónustu eins og bílaþvotti, smurþjónustu og hjólbarðaskiptum