02. mars 2013
Markaðsstjóri óskast
Ertu klár, kraftmikil(l), metnaðarfull(ur) og með ástríðu fyrir markaðsmálum?
Viltu starfa með öflugum hópi stjórnenda og markaðssérfræðinga hjá einu stærsta fyrirtæki landsins?
N1 leitar að markaðsstjóra til að stýra framsækinni og metnaðarfullri markaðsdeild félagsins.
Markaðsstjóri
- Ber ábyrgð á mótun stefnu og markmiða markaðsdeildar
- Ber ábyrgð á markaðs- og kostnaðaráætlunum deildarinnar
- Ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni markaðsáætlunar
- Ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun markaðsdeildar
- Er í miklum samskiptum við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála
- Heyrir beint undir forstjóra og situr fundi framkvæmdastjórnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræða
- Framhaldsmenntun á sviði markaðsfræða er kostur
- Starfsreynsla af markaðsmálum
- Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði, drifkrafur og skipulagshæfni
- Mjög góð samskiptafærni
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Smelltu hér til að sækja um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kolbeinn Finnsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs í síma 440 1170 eða kolbeinn@n1.is
Áhugasamir umsækjendur sendi ferilskrá ásamt nánari upplýsingum á netfangið atvinna@n1.is fyrir 12. mars n.k.