Local opnar í þjónustustöð N1 Ártúnshöfða

20. desember 2019

Local opnar í þjónustustöð N1 Ártúnshöfða

Veitingastaðurinn Local hefur opnað nýtt veitingarými í þjónustustöð N1 í Ártúnshöfða. Þetta er fimmti veitingastaður Local og bætist hann þá við fjölbreytta flóru veitingastaða sem bjóða viðskiptavinum N1 upp á mat og drykk í þjónustustöðvum sínum.


„N1 hefur lagt áherslu á að viðskiptavinir þjónustustöðvanna hafi úr miklu úrvali að velja þegar kemur að næringu og því er það fagnaðarefni að hollari valkostum fjölgi hjá okkur. Við erum afar ánægð með að Local sláist í hópinn og að þeir sem heimsækja okkur geti notið þeirra máltíða,“ segir Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1.


Local bætist í góðan hóp samstarfsaðila og rekstraraðila veitingarýma á þjónustustöðvum N1, en þar má nefna Serrano, Subway, Nam og Ísey skyrbar.

 

„Við hlökkum mikið til samstarfsins við N1. Það er ánægjulegt að geta loksins boðið viðskiptavinum N1 Ártúnshöfða, ásamt íbúum og starfsfólki fyrirtækja þar í kring, upp á þá hollu og bragðgóðu skyndibita sem við erum þekkt fyrir,“ segir Halldór E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Local.