Lionsklúbburinn Fjörgyn, N1 og Sjóvá styðja BUGL áfram með bílarekstri
Enn á ný endurnýjar Lionsklúbburinn Fjörgyn bíl fyrir BUGL með stuðningi N1 og Sjóvá.
Tekin var ákvörðun um að skipta út Renault Traffic bílnum og nýr Dacia Duster jepplingur var keyptur í staðinn, mun öruggari bíll í akstri og sérstaklega úti á landsbyggðinni þar sem veður geta gerst válynd með skömmum fyrirvara en færst hefur í vöxt að starfsfólk BUGL sinni sínum störfum á Suður- og Vesturlandi.
Síðustu 12 ár hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn séð um rekstur tveggja bíla fyrir BUGL til að nota fyrir skjólstæðinga sína með dyggri aðstoð N1 og Sjóvá. Bílarnir tveir hafa nýst afar vel í starfi BUGL og eru reglulega endurnýjaðir með öryggi og hagkvæmni að leiðarljósi.
„Þakklæti starfsfólks og vissan um að bílarnir eru nær ómissandi í því góða starfi sem BUGL vinnur er okkur næg umbun og það er alltaf af mikilli gleði sem við leggjum okkur fram í stuðningi við þau,“ segja Lionsmennirnir í Fjörgyn.