Landsleikurinn 2018 - Loka vinningshafar

24. september 2018

Landsleikurinn 2018 - Loka vinningshafar

Sumarleiknum okkar Landsleiknum er nú formlega lokið, fjöldinn allur af miðum streymdu inn í allt sumar en síðustu miðarnir bárust okkur um miðjan september. Eftir að hafa afhent fjóra glæsilega vinninga í sumar þá höfum við nú dregið út loka vinningshafann.

Dregin voru út systkinin Darri og Laufey sem voru svo heppin að vinna aðalvinninginn. Darri sem er 8 ára æfir fótbolta með HK, við fengum landsliðsmanninn Ólaf Inga Skúlason til að kíkja með okkur á æfingu hjá Darra þar sem Laufey systir hans var einnig stödd ásamt foreldrum sínum og komum við þeim heldur betur skemmtilega á óvart. Hér má sjá myndbandið frá afhendingunni.