19. febrúar 2015
Landmann gasgrillin fást hjá okkur
Nú hafa N1 og Grillbúðin gert með sér samning um að Landmanngrillin og grillvörurnar verði til sölu á völdum þjónustustöðum um land allt.
Fyrst um sinn verðum við með þrjú til fimm gasgrill, og öll helstu grilláhöldin sem þeir bjóða upp á.
Ætlum að byrja strax í apríl að vera með stóra grillhelgi á Borgarnesi og fara svo víða um landið og kynna grillin.
Við hlökkum til að eiga í samstarfi við grillbúðina um sölu á þessum frábæru vörum.