Jón Jónsson kom fjölskyldu úr Garðabænum á óvart!

26. september 2019

60.000 manns í vegabréfaleiknum

Vegabréfaleikur N1 sló öll met í sumar, en um 60.000 manns tóku þátt í honum og hefur fjöldinn aldrei verið meiri.  10.000 einstaklingar skráðu sig á fyrstu sjö dögunum og ljóst að sumarleikurinn er kominn til að vera hjá Íslendingum.

 

Vegabréfaleikur N1 hófst 6. júní og andlit hans í ár var tónlistarmaðurinn Jón Jónsson, sem að auki samdi lag fyrir leikinn, Fylltu bílinn af fjöri, en það sló samstundis í gegn á samfélagsmiðlum.  Vegabréfaleikurinn sjálfur hófst árið 1983 og hefur löngu fest sig í sessi og þátttaka alltaf verið góð.

 

Þetta sumar slær þó öll met, enda ekki á hverju ári sem um 60.000 Íslendingar skrá sig til leiks og safna stimplum á þjónustustöðvum N1 um land allt.

 

Búið er að draga út aðalvinningshafa leiksins, Viktor Ágúst Kristinsson og fjölskyldu. Jón Jónsson kom fjölskyldunni úr Garðabæ á óvart og tilkynnti þeim um vinningin þegar þau renndu inna á N1 þjónustustöð. Þau voru að sjálfsögðu í skýjunum með vinningin; vikuferð fyrir alla til Tenerife!

 

Hér má sjá lista yfir vinningshafa á n1.is

 

Hér er hægt að sjá myndband af því þegar þau fengu fréttirnar:

https://youtu.be/mDma_VeeH9I