Jólastyrkur N1 2020

17. desember 2020

Jólastyrkur N1 2020

Líkt og undanfarin ár sendum við ekki jólagjafir til fyrirtækja heldur aukum í styrki til góðgerðarmála.

Jólastyrkur N1 2020 fer í þrjú góð málefni Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Frú Ragnheiði og Fjölskylduhjálp Íslands.

 

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur aðstoðar einstæðar mæður og feður, bæði einstæða og með forsjá barna, öryrkja og eldri borgara. Einnig er neyðin mikil á heimilum sem hafa orðið fyrir atvinnumissi þar sem börn búa við krappari kjör. Við tökum þátt í því að kaupa gjafir handa börnum á aldrinum 9-17 ára.

 

Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu eins og húsnæðislausra einstaklinga og einstaklinga sem nota vímuefni um æð og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustuvöntun. Þar sem hlýr fatnaður er af skornum skammti, gáfum við Frú Ragnheiði fatnað sem nýtist þeim sem á þurfa.

 

Fjölskylduhjálp Íslands veitir fjölskyldum og einstaklingum í neyð mataraðstoð, í ár gáfum við hreinlætisvörur þar sem mikil vöntun var á slíkum nauðsynjavörum.