Jafnvægisvogin 2024

15. október 2024

N1 hlýtur Jafnvægisvogina 2024

Fimmtumdaginn 10.október fékk hlaut N1 Jafnvægisvogina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Við erum ákaflega stolt af þessari viðurkenningu og ánægð að tilheyra fyrirtæki sem sýnir í verki að jafnrétti skiptir máli. 

Þegar kemur að umræðu um jafnréttismál og jafnvægi milli hópa hlýtur það að vera markmið til framtíðar að hún verði óþörf. Það er til fyrirmyndar hvernig Fka - Félag kvenna í atvinnulífinu hvetur fyrirtæki og stjórnendur til að hafa jafnrétti að leiðarljósi við ráðningar og gæta þess að hvernig kynjahlutföll eru í efsta stjórnendalagi.

 


Mynd: Frá vinstri: Eva Guðrún Torfadóttir framkvæmdastjóri Bakkans Vöruhótels, Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi, Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri ELKO, Guðrún Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar, Sigrún Erlendsdóttir úr mannauðsteymi Lyfju, Björg Ársælsdóttir mannauðsstjóri N1.
Mynd: Silla Pals