Jafnlaunavottun N1 2018

31. október 2018

Jafnlaunavottun N1 2018

Við erum mjög ánægð að hafa byrjað tímanlega á þessari vegferð og staðist Jafnlaunavottun VR þann 19. júní 2015 á aldarafmælishátíð og baráttudegi kvenna. Nú er N1 eitt af 38 fyrirtækjum og stofnunum sem hafa leyfi velferðarráðuneytisins til að nota jafnlaunamerkið eftir að hafa staðist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85.

„Við erum mjög stolt af að hafa staðist kröfur staðalsins, það er samfélagslega ábyrgt að engum sé mismunað, hvorki vegna kynferðis né annars. Því er mjög ánægjulegt að staðfesta fjórða árið í röð að starfsfólk okkar sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum“ segir Ásdís Björg Jónsdóttir, Deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá N1.