16. október 2018
Íslenskur landbúnaður 2018
N1 tók þátt í Landbúnaðarsýningunni Íslenskur landbúnaður 2018 sem haldin var í Laugardalshöll um síðustu helgi. Margt var um manninn og sýningin hin glæsilegasta, hún var einstaklega vel sótt en um 100.000 gestir sóttu sýninguna. Við buðum gestum og gangandi upp á ilmandi kjötsúpa, rjúkandi kaffi og kleinur ásamt því vakti lukkuhjólið á básnum mikla athygli og mynduðust langar raðir þar sem bæði ungir sem aldnir freistuðu gæfunnar og unnu glæsilegan varning.
Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína að básnum okkar kærlega fyrir komuna!
Hér má sjá bæði skemmtilegt myndband frá sýningunni ásamt myndum hér fyrir neðan.