Íslensk Orkumiðlun verður N1 Rafmagn

16. desember 2021

Íslensk Orkumiðlun verður N1 Rafmagn

Íslensk Orkumiðlun, sem er í eigu N1, hefur nú fengið nafnið N1 rafmagn. Nafnabreytingunni er meðal annars ætlað að endurspegla auknar áherslur N1 á sölu raforku til heimila og fyrirtækja og einnig áætlanir félagsins að vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi.

 

N1 hefur upp á síðkastið unnið að endurskilgreiningu Íslenskrar Orkumiðlunar og er nafnabreytingin fyrsti fasi þeirrar vinnu. Markmið breytingarinnar er einna helst að færa rekstur og sölu raforku nær rekstri N1.

 

Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1:

„Við hjá N1 höfum lengi séð mikil tækifæri í hinum sístækkandi raforkumarkaði hér á landi. Síðan N1 tók við rekstri Íslenskrar Orkumiðlunar hefur hópur viðskiptavina vaxið hratt. Samkvæmt samanburði Aurbjargar veitum við nú tugþúsundum heimila ódýrustu raforkuna sem í boði er. Ábyrg verðstefna og aukin raforkusala til heimila, fyrirtækja og rafbílaeigenda er mikilvægur hluti af orkustefnu N1 til framtíðar og verður spennandi að hefja vegferð N1 rafmagns þar sem markmiðið verður ávallt að einfalda líf viðskiptavina okkar.“  

 

Tengliður fjölmiðla:

Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs og stafrænnar þróunar / thyri@n1.is