27. október 2010

Hvolsvöllur

Endurbætt húsnæði þjónustustöðvar að Hvolsvelli var formlega opnað nú í sumar. Miklar endurbætur voru gerðar á húsnæðinu sem og stækkun um 150 m2.

Þjónustustöðin tekur nú 150 manns í sæti í stað 90 sem áður var. Tvö leiksvæði eru á staðnum annað inni og hitt úti sem er afgirt. Ágætis setustofa er á þjónustustöðinni en þar er tilvalið að setjast niður og horfa t.d. á fréttatímann eða íþróttaviðburði.