
Hvítasunnuleikur N1 & Play
Hvítasunnuhelgin er ein stærsta ferðahelgi ársins, þar sem landsmenn leggja leið sína vítt og breitt – bæði innanlands og utan. Í tilefni af því efndu N1 og flugfélagið Play til umfangsmikils ferðaleiks sem stóð yfir alla helgina, þar sem viðskiptavinir á stöðvum N1 um allt land gátu unnið fjölbreytta og veglega vinninga.
Gleðin lét ekki á sér standa þegar sigurvegarar, valdir af handahófi, fengu glaðningana afhenta. Fagnaðarlæti brutust út í hverjum landshluta og ljóst er að leikurinn vakti mikla ánægju hjá þátttakendum.
Hápunktur leiksins var afhending „Gullna miðans“ – aðalvinningsins – sem tryggði einum heppnum viðskiptavini frítt flug með Play í heilt ár. Þar að auki fengu 10 heppnir viðskiptavinir flug með Play, og margir nýttu sér einnig allt að 30% afslátt með kynningarkóðanum N1XPLAY30.