Hvenær var frostlögurinn á bílnum þínum síðast mældur?

21. desember 2015

Hvenær var frostlögurinn á bílnum þínum síðast mældur?

Spáð er er miklu frosti á fróni yfir hátíðarnar og ef ekki er hugað vel að bílnum getur fleira en blóð í æðum frosið. Frostlögur á bifreiðum er nefnilega til þess fallinn að vernda bæði vél og kælikerfi bílsins og því afar mikilvægt að hann sé ekki orðinn gamall og nóg sé af honum á bílum.

Hvenær var frostlögurinn á bílnum þínum síðast mældur?
Ef langt er orðið síðan mælum við með viðkomu á einni af 29 þjónustustöðvum okkar um landið. Stafsmenn okkar á plani taka á móti þér, mæla fyrir þig frostþol kælivökvans og ráðleggja þér um framhaldið.

Í sumum tilvikum er nóg að fylla á hann en í öðrum tilvikum þarf að tappa af honum fyrst. Gamall frostlögur inniheldur hættuleg efni sem alls ekki má losa í niðurföll svo sjáðu til þess að fylgja ráðum útimanna okkar svo þú hugsir sem best um bílinn þinn og umhverfið.

Frostlögur fæst á næstu N1 stöð