Húllumhæ í Mosfellsbæ

08. maí 2014

Húllumhæ í Mosfellsbæ

 
N1 býður íbúa Mosfellsbæjar og nærsveitarmenn velkomna á þjónustustöð N1 Mosfellsbæ þar sem verður standandi punktapartí í fjóra daga ásamt viðburðum þar sem kraftur og hreyfing ráða ríkjum. Taktu með þér N1 kortið og gerðu þér glaðan dag.

Laugardaginn 10. maí kl. 13–15 mun Skólahreystibrautin standa í öllu sínu veldi fyrir utan þjónustustöð N1. Gestir og gangandi fá einstakt tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki. Hjólbarðaþjónusta N1 Mosfellsbæ býður einnig upp á ilmandi kaffi og gómsætt bakkelsi.

Stuðningsmenn Aftureldingar fá 4 króna afslátt og 2 punkta á hvern lítra af bensíni og dísel á N1 kortið sitt.
Félagið sjálft fær að auki krónu með hverjum lítra.
Við bjóðumnýjum N1 korthöfum 500 punkta innspýtingu.

Alla þessa daga verða fimmfaldir punktar á bensín og dísel í Mosfellsbæ.

Sjáumst á Húllumhæ í Mosfellsbæ :)