Húllumhæ á Akranesi

05. júní 2014

Húllumhæ á Akranesi

N1 býður Skagamenn og Skagakonur velkomin á Húllumhæ á þjónustustöð N1 á Akranesi dagana 5.-8. júní. 


Boðið verður upp á fimmfalda punkta á bensíni og dísel alla dagana en það gerir 10 punkta á lítrann, ekki amalegt það!
Einnig verða korthafar á Akranesi boðnir velkomnir með 500 punkta innspýtingu á ný N1 kort!

Íbúum Akraness og nærsveitungum gefst svo einstakt tækifæri til að sýna hvað í þeim býr fyrir utan þjónustustöð N1 á Akranesi núna á föstudaginn, 6. júní milli kl. 15 og 17.
Skólahreystibrautin verður opin þeim sem í hana þora og vilja hljóta nafnbótina ,,hraustmenni”. Grillpylsur og gæðadrykkir verða í boði á staðnum.

Fimmtudag & föstudag býður Hjólbarðaþjónusta N1 Akranesi upp á ilmandi kaffi og gómsætt bakkelsi fyrir gesti og gangandi.

Tilboð á veitingum, ís og völdum vörum í verslun.
Sjáumst á Húllumhæ á Akranesi :)