Hluthafafundur N1 hf.

22. júlí 2013

Hluthafafundur N1 hf.

Hluthafafundur N1 hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. júlí 2013 kl. 15.00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.

Eini dagskrárliðurinn er kjör tveggja varamanna í stjórn félagsins.  Framboðsfrestur er runninn út og eru Kristján Ágústsson og Martha Eiríksdóttir ein í framboði.  Þau verða því sjálfkjörin varamenn í stjórn N1 hf.