Hlutabréf N1 hf. tekin til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland

11. desember 2013

Hlutabréf N1 hf. tekin til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland

NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin) hefur samþykkt umsókn N1 hf. (kt. 540206-2010) (N1) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Þann 3. desember sl. samþykkti Kauphöllin umsókn N1 að uppfylltum skilyrðum um dreifingu hlutafjár. Þeim skilyrðum hefur nú verið fullnægt. Fyrsti viðskiptadagur með hluti N1 verður 19. desember nk.

Sjá nánar í frétt frá Kauphöllinni