30. maí 2013

Hlaupið heim

N1 styrkir verkefnið „Hlaupið heim“

Sýnum stuðning í verki og hvetjum Óskar þegar hann leggur af stað frá N1 Ártúnshöfða
Kl 17:30 í dag.

Í dag mun Vestfirðingurinn Óskar Jakobsson leggja af stað hlaupandi frá Reykjavík til Ísafjarðar. Óskar ætlar að hlaupa um 45 km. á dag í 10 daga, en það samsvarar rúmu maraþoni á dag 10 daga í röð!

Markmið óskars er að  en hlaupa frá Reykjavík til ísafjarðar. Í tengslum við hlaupið ætlar Óskar að vekja athygli á þörfu málefni en það er staða langveikra barna og foreldra þeirra. Verkefnið gengur undir nafninu hlaupum heim, en Óskar sleit barnskónum á Ísafirði og ætlar því að hlaupa heim á æskuslóðir. Kveikjan að styrktarsjóðnum „Hlaupið heim“ er ungur drengur að nafni Finnbogi Örn Rúnarsson 11 ára hetja, en hann hefur gengið í gegn um miklar raunir á sinni stuttu ævi.
Styrktarsjóður Hlaupið heim mun styðja við bakið á Finnboga Erni og fjölskyldu auk þess sem Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna nýtur góðs af þessu afreki Óskars. Hægt er að fá nánari upplýsingar og fylgjast með Óskari á facebook síðunni Hlaupið heim og facebook síðu N1.
Verum með hjartað á réttum stað ♥

Óskar mun koma inn á N1 Borgarnesi á morgun um kl 16:30 beint í hátíðarhöldin.
Tekið verður á móti Óskari á þjónustustöð Ísafjarðar þann 8. júní

Vegalengdir

Reykjavík - Grundartangi 49
Grundartangi -Bifröst 56
Bifröst - Búðardalur 48
Búðardalur - Hólmavík  80
Hólmavík - Botn í Mjóafirði 99
Botn í Mjóafiði - Súðavík 105
Ísafjörður - Súðavík  20
Reykjavík - Ísafjörður  455

Áfangar

30  Kjós 48
31  Munaðarnes 93
1  Laugar (Fellsendi) 154
2  Laugar (Þröskuldar)
3  Hólmavík 233
4  Rauðamýri 
5  Reykjanes  (Mjóafjarðarbrú) 333 
6  Reykjanes (Hvítanes)
7  Súðavík 435
8  Ísafjörður 455