Hjólbarðaverkstæði N1 hljóta Michelin vottun 2013

05. mars 2013

Hjólbarðaverkstæði N1 hljóta Michelin vottun 2013

Á dögunum hlutu öll hjólbarðaverkstæði N1 Michelin vottun 2013 annað árið í röð. Michelin vottun tryggir að sölustaður uppfyllir ströngustu gæðakröfur sem Michelin gerir um meðhöndlun, þjónustu, samskipti við sölu og meðferð á vöru sinni.

Flest verkstæði N1 fóru í excellent-flokk sem þýðir að þau náðu yfir 80% þeirra krafna sem gerðar eru. Hjólbarðaverkstæði N1 eru þau einu á Íslandi sem hafa þessa vottun.

Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri hjólbarðaverkstæðanna, segir að ferlið við vottun sé strangt og hafa starfsmenn staðið  sig einstaklega vel og eiga mikið hrós skilið. Dagur segir að tilgangurinn með þessu ferli sé að tryggja gæði þjónustunnar.

„Michelin kerfið er mjög skilvirkt og tryggir það að ákveðnum stöðlum í verkferli sé fylgt. Hvernig dekk eru umfelgað, í hvaða röð hlutirnir séu framkvæmdir, hvernig hjóla- og dekkjabúnaður sé skoðaður ásamt kröfu um ástand verkfæra. Ef við sjáum eitthvað athugavert þá er viðskiptavinurinn upplýstur um það þegar hann sækir bifreiðina og getur þá látið lagfæra. Aðbúnaður viðskiptavina og starfsmanna þarf líka að vera í lagi og er mælikvarði settur á það eins og annað. Allir þessir þættir hafa áhrif á hversu hátt hvert verkstæði skorar á Michelin-kvarðanum“, segir Dagur.

Eftirlitsmenn á vegum Michelin mæta einu sinni á ári og skoða verkferla verkstæða og gefa hverjum lið einkunn.

Þeir gera ekki boð á undan sér heldur mæta fyrirvaralaust og þjónustan er tekin út og sannreynt hvort hún sé samkvæmt staðlinum“, segir Dagur.

Meðal þeirra ströngu gæðakrafna sem Michelin setur fram eru:

  • Hvernig hjólbarðar eru geymdir, fjarlægðir, settir á og hvernig er gert við þá.
  • Hvernig upplýsingagjöf er til viðskiptavina.
  • Hvernig tekið er á móti og gætt að öryggi viðskiptavina.
  • Hvernig staðið er að þjálfun og endurmenntun starfsmanna.
  • Aðbúnaður á verkstæðum og öryggi starfsmanna.
  • Búnaður og verkfæri á verkstæðum og hvernig  þau eru notuð.
  • Hvernig brugðist er við ábendingum og spurningum viðskiptavina.