Hjartastuðtæki á þremur starfsstöðvum N1

12. apríl 2011

Hjartastuðtæki á þremur starfsstöðvum N1

Nú nýverið setti N1 upp hjartastuðtæki á þremur starfsstöðvum sínum, verslun Bíldshöfða 9, þjónustustöðinni á Ártúnshöfða og þjónustustöðinni á Hvolsvelli. Auk þess sem sambærilegt tæki hefur verið í Staðarskála um nokkurt skeið. Sett voru upp svokölluð Life Pack CR alsjálfvirk hjartastuðtæki sem allir geta notað. Í kjölfarið sóttu á sjötta tug starfsmanna N1 námskeið í notkun tækjanna. Öryggi starfsmanna og viðskiptavina N1 mun aukast töluvert með tilkomu tækjanna.

N1 mun á næstu misserum koma upp fleiri hjartastuðtækjum á starfsstöðvum sínum víða um land.