Hjálparstarf erlendis

11. september 2015

N1 gefur til hjálparstarfs erlendis

N1 gaf á dögunum fimm vörubretti af fatnaði og skóm til Rauða kross Íslands til þess að senda í erlent hjálparstarf. 

"Við höfum reynt að gefa til skiptis fatnað, skó og fleira í erlent og innlent hjálparstarf", segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1. 

Þetta eru vörur sem eru í fullkomnu ásigkomulagi, en hafa ekki selst í gegnum árin og því gott að geta látið þær renna til góðra málefna.