Heimildarfærslur - upplýsingar

01. janúar 2019

Heimildarfærslur - upplýsingar

Heimildarfærslur eru alla jafna bakfærðar sjálfkrafa á sama augnabliki og sjálf salan fer fram en í einstaka tilfellum getur orðið töf á bakfærslunni sem getur numið allt að 3 dögum ef ekki er haft samband við viðskiptabanka viðkomandi til að flýta fyrir ferlinu. Heimildafærslur eru færðar á biðreikning í eigu banka og N1 fær ekki upphæðina inn á sinn reikning.

 

Hvað gerist við heimildarfærslu ?

  • Við tökum út 18.000kr á debit kort og 18.000kr heimild á kredit kortum ef valið FYLLA.
  • Bakfærslan á að gerast á sekúndum og þegar þú sest inn í bíl á bakfærslan að vera komin.
  • Ef valin er ákveðin upphæð að þá er sú upphæð tekin og bakfærð nokkrum sek síðar.
  • Enginn kostnaður fellur á viðskiptavini.
  • N1 fær ekki upphæðina inn á sinn reikning.
  • Það er algjör undantekning ef heimildafærsla lendir í vandræðum.

Eingöngu viðskiptabanki viðkomandi getur fellt niður heimildarfærsluna, þannig að hafa þarf samband við bankann til að láta laga færsluna.  Þjónustuver N1 getur einnig tekið það að sér á fyrsta virka degi eftir að slíkt gerist, ef haft er samband við starfsmenn þjónustuversins. 

Í sinni einföldustu mynd má útskýra hvað gerist með eftirfarandi hætti. Við upphaf dælingar velur viðskiptavinur tiltekna upphæða á sjálfsala,  t.d 10.000 krónur. Þá er viðskiptavinur í raun að óska eftir 10.000 króna heimild á kortinu til viðskiptabanka síns. Viðskiptavinur dælir hins vegar eldsneyti fyrir lægri upphæð, t.d 5.000 krónum. Við þessar aðstæður á tölvukerfi milli kortafyrirtækis og viðskiptabanka að bakfæra heimild upp á 10.000 krónur og sækja um heimild fyrir 5.000 krónur. 

 

kveðja N1.