GRI skýrsla 2015

06. júní 2016

N1 er fyrst skráðra fyrirtækja til að birta GRI G4 skýrslu

N1 er fyrst allra fyrirtækja, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, til að birta skýrslu um samfélagsábyrgð samkvæmt aðferðafræði Global Reporting Initiative (GRI) G4, en GRI er ráðandi við gerð samfélagsskýrslna í heiminum. Með útgáfu skýrslunnar er N1 að uppfylla eitt af þremur markmiðum loftslagsyfirlýsingar Festu og Reykjavíkurborgar, sem undirrituð var af 103 íslenskum fyrirtækjum í Höfða 16. nóvember síðastliðinn, en með þeirri undirritun skuldbundu fyrirtæki sig til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfseminni ásamt því að birta reglulega upplýsingar um stöðuna.

Við höfum unnið að því að auka samfélagsábyrgð N1 með margvíslegum hætti, en ýmis svið falla þar undir eins og til dæmis umhverfismál, siðareglur og tengsl við samfélagið svo eitthvað sé nefnt. Skýrslan auðveldar okkur meðal annars að meta stöðuna svo við getum sett okkur raunhæf og mælanleg markmið til framtíðar,” segir Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá N1.

Skýrslan auðveldar hagsmunaaðilum og almenningi að fylgjast með hvaða áherslur fyrirtækið setur sér á sviði samfélagsábyrgðar en í skýrslunni er meðal annars gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur að því að minnka myndun úrgangs.

Skoða má skýrsluna hér.