Fyrsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur - Opna N1 mótið
Fyrsta opna mót sumarsins hjá Golfklúbbi Reykjavíkur verður haldið á Korpu laugardaginn 19. maí. Mótið er opið fyrir alla kylfinga sem skráðir eru í golfklúbb á Íslandi. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-8,4 og 8,5 og hærra. Veitt eru glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallararins. Ræst er út frá kl.8:00.
Mótsgjald er 3.500 kr.
Skráning hefst kl.8:00 mánudaginn 14. maí á golf.is og í síma 585-0200
Allir keppendur fá teiggjöf frá N1.
Að móti loknu býður N1 keppendum uppá léttar veitingar.
Glæsileg verðlaun í boð