Fylltu bílinn af fjöri með N1 Vegabréfinu

06. júní 2019

N1 Vegabréf 2019

Fylltu bílinn af fjöri með því að safna stimplum í Vegabréfið þitt á N1 stöðvum um allt land. Hver stimpill færir þér skemmtilega gjöf og þegar Vegabréfið er fullstimplað skilar þú því inn á næstu N1 stöð til að eiga möguleika á frábærum vinningum í leikslok.

Jón Jónsson prýðir Vegabréfið í ár en Vegabréfinu var dreift með Morgunblaðinu í aldreifingu þann 6. júní.

Vegabréfið samanstendur af 6 stimpilreitum og verður glaðningur veittur í hvert skipti. Til þess að fá Vegabréfið upphaflega þarf að versla fyrir 500 kr. eða meira, sama gildir síðan um söfnun stimpla í framhaldi leiksins.

Glaðningar sem verða veittir eru eftirfarandi:

Stimpill 1 – Corny Súkkulaði eða banana 25 g
Stimpill 2 – Coca-cola með eða án sykurs 330 ml
Stimpill 3 – Siríuslengja 20 g
Stimpill 4 – Extra sweet mint tyggjópakki
Stimpill 5 – Hraun 30 g
Stimpill 6 – Kókómjólk 250 ml

Margir glæsilegir vinningar eru í pottinum í ár, en þeir eru 100 talsins. Aðalvinningurinn er vikuferð fyrir fjölskylduna til Tenerife með ferðaskrifstofunni Heimsferðum. Einnig eru aðrir stórglæsilegir vinningar í pottinum, þrjár Playstation 4 tölvur, þrír Apple AirPods frá Elko, þrjú glæsileg Landmann gasgrill, Serrano gjafabréf, Ísey Skyr Bar gjafabréf og Storytel gjafabréf.

Hægt verður að nálgast stimpla víðs vegar um landið. Fullstimpluðum miðum er síðan skilað inn á stöðvarnar til okkar og dregið verður út í lok leiks eða eftir 18 ágúst.

 

Sjá allt um Vegabréfið hér

Gleðilegt ferðasumar!