Full þjónusta á sjálfsafgreiðsluverði

08. apríl 2014

Full þjónusta á sjálfsafgreiðsluverði

Þjónusta við viðskiptavini hefur verið aukin á átta þjónustustöðvum N1 á höfuðborgarsvæðinu. Þar munu starfsmenn stöðvanna dæla eldsneyti á bíla viðskiptavina og veita þeim margvíslega aðra þjónustu fyrir sama verð og greitt er fyrir eldsneyti á sjálfsafgreiðslustöðvum fyrirtækisins.

Með þessu er N1 að koma til móts við óskir viðskiptavina sinna um víðtækari þjónustu á þjónustustöðvunum. Margir viðskiptavinir fyrirtækisins óska eftir þjónustu starfsmanna við dælingu á eldsneyti  og aðra þjónustu s.s. aðstoð við rúðuþurrkur, rúðupiss, mælingu á smurolíu og fleira sem fellst í fullri þjónustu þjónustustöðva.

Þessi þjónusta er í boði frá kl 7:30-19:30 á eftirfarandi stöðvum: