Fréttatilkynning
Í dag var haldinn aðalfundur N1 hf vegna rekstrarársins 2010.
Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins námu rekstrartekjur kr. 45.816,1 millj. á árinu 2010 samanborið við kr. 39.884,3 millj. á árinu 2009
Hagnaður af reglubundinni starfsemi fyrir fjármagnsliði var kr. 1.079 millj. og afkoma fyrir skatta var kr. 199 millj.
Hjá félaginu starfa um 850 manns og félagið greiddi 3.6 milljarða í laun og launatengd gjöld á árinu 2010.
Í ársreikningi félagsins vegna 2010 eru verulegar gjaldfærslur vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar og er niðurstaða ársreiknings tap uppá 11.8 milljarða.
Munar þar mestu um fulla niðurfærslu allrar viðskiptavildar (Good will) félagsins að upphæð 4.5 milljarðar.
Rekstur ársins 2011 er í samræmi við áætlun og er vænt afkoma fyrir fjármagnsliði 740 millj. fyrir fyrstu 5 mán ársins.
Á aðalfundinum var samþykkt að allt hlutafé N1 væri fært niður og þar með hlutur BNT hf í N1 en fyrir átti BNT hf 99.9% hlutafjár.
Jafnframt samþykkti aðalfundurinn útgáfu nýs hlutafjár að nafnverði 1 milljarður króna sem allt rennur til lánadrottna N1 hf, Umtaks ehf og BNT hf.
Á fundinum var gengið frá kaupum N1 á öllum eignum fasteignafélagsins Umtak ehf og er kaupverðið 9.5 milljarður króna.
Kaupverð eignanna er að fullu greitt með hlutafé og langtímaláni.
Efnahagur N1 hf eftir fjárhagslega endurskipulagningu er traustur og er eigið fé félagins u.þ.b. 14 milljarðar um mitt þetta ár, eiginfjárhlutfall félagsins er um 50%.
Heildar vaxtaberandi langtímaskuldir N1 eru 8.500 millj. eftir endurskipulagninu. Vænt afkoma félagsins á árinu 2011 fyrir fjármagnsliði er 2.500 milljónir.
Ný stjórn N1 hf var kjörin í dag og er hún þannig skipuð:
Jóhann Hjartarsson Stjórnarformaður N1
Margrét Guðmundsdóttir Forstjóri Icepharma
Kristín Guðmundsdóttir Fyrrum forstjóri Skipta
Hreinn Jakobsson Stjórnarformaður Síminn Denmark
Jóhannes Karl Sveinsson Lögmaður hjá Landslögum.
Fráfarandi stjórn N1 þakkar lánadrottnum gott samstarf við fjárhagslega endurskipulagningu N1 hf og óskar starfsmönnum og félaginu velfarnaðar.
Virðingarfyllst
Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1 hf.