Framúrskarandi fyrirtæki 2019

24. október 2019

Framúrskarandi fyrirtæki 2019

N1 hlaut í gær fimmta árið í röð viðurkenningu Creditinfo og er því eitt af 2% íslenskra fyrirtækja árið 2019 sem hlýtur titilinn: Framúrskarandi fyrirtæki. 

Fyrirtæki sem hljóta þessa viðurkenningu uppfylla ströng skilyrði, þessi skilyrði eru m.a. þau að:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Ársreikningi var skilað til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
  • Ársreikningi fyrir rekstrarárið 2018 var skilað á réttum tíma skv. lögum
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir krónur rekstrarárin 2017 og 2018 og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016

Sigríður Guðmundsdóttir, deildarstjóri innkaupa og vörustjórnunar og Jón Viðar Stefánsson, rekstrarstjóri þjónustustöðva N1 tóku á móti viðurkenningunni.