Framúrskarandi fyrirtæki 2018

15. nóvember 2018

Framúrskarandi fyrirtæki 2018

N1 hlaut í gær fjórða árið í röð viðurkenningu Creditinfo og er því eitt af 2% íslenskra fyrirtækja árið 2018 sem hlýtur titilinn: Framúrskarandi fyrirtæki. 

Það er mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir starfsfólkið okkar að fá svona viðurkenningu. Það gefur okkur aukinn kraft og gleði í að halda áfram þeirri góðu vegferð sem við erum á. Segir Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdarstjóri N1. 

Fyrirtæki sem hljóta þessa viðurkenningu uppfylla ströng skilyrði, þessi skilyrði eru m.a. þau að:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði)