Framboð til stjórnar
Hluthafafundur N1 hf. verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst 2014, kl. 16:00, Dalvegi 10 - 14, Kópavogi.
Á dagskrá fundarins er m.a. kjör eins aðalstjórnarmanns af fimm í stjórn félagsins og kjör tveggja varastjórnarmanna að því gefnu að ekki verði samþykkt tillaga stjórnar á fundinum um að fella niður ákvæði um varastjórnarmenn í samþykktum félagsins, sbr. skýringar í upphaflegu fundarboði fundarins.
Framboðsfrestur til aðal- og varastjórnar rann út síðdegis sl. föstudag.
Framboð bárust frá eftirgreindum einstaklingum til aðalstjórnar:
- Helga Björk Eiríksdóttir, kennitala: 221268-3939
- Jón Sigurðsson, kennitala: 180378-4219
Engin framboð bárust til varastjórnar.
Framboð beggja einstaklinganna til aðalstjórnar hafa verið metin gild. Á fundinum fer því fram kosning á milli þeirra um hvort þeirra verður nýr aðalmaður í stjórn N1 hf.
Framboði Jóns Sigurðssonar fylgdi meðfylgjandi bréf sem skýrir sig sjálft.
Stjórn N1 hf.
N1 hf-Tilkynning um framboð til stjórnar (.pdf)
N1 hf-Tilkynning um framboð til stjórnar JS (.pdf)