Föstudagskaffi í N1 Klettagörðum
Eftirfarandi viðtal við birtist við Sylvíu Þórarinsdóttur nýjan verslunarstjóra N1 í Klettagörðum.
„N1 rekur tólf verslanir sem staðsettar eru hringinn í kringum landið. Klettagarðar er þeirra stærst og og eina verslunin á höfuðborgarsvæðinu en dreifinet okkar er mjög gott um allt land. Vöruval verslana N1 er sveigjanlegt og misjafnt eftir stærð verslunar. Við leggjum áherslu á að vöruframboðið taki mið af þörfum atvinnulífsins í nágrenni hverrar verslanar fyrir sig og í Klettagörðum erum við með alla vöruflokka, „ útskýrir Sylvía Þórarinsdóttir nýr verslunarstjóri N1 í Klettagörðum 13.
Föstudagskaffi
Sylvía hefur unnið síðastliðin tíu ár hjá N1. Hennar markmið er að ná til enn fleiri viðskiptavina og auka þjónustuna.
„N1 þjónustar þegar breiðan hóp viðskiptavina, einstaklinga og fyrirtæki, verktaka, bændur, verkstæði, iðnaði, og fyrirtæki í sjávarútvegi,“ útskýrir Sylvía. „Við viljum stöðugt bæta þjónustuna okkar og ná til fleiri viðskiptavina og þá sérstaklega til smærri verktaka og einstaklinga. Við hvetjum fólk til þess að koma við hjá okkur og kynna sér þjónustuna en næsta föstudag hefjum við svokallað föstudagskaffi hjá okkur í Klettagörðum. Við verðum með heitt á könnuni og með því framvegis, alla föstudaga. Gestum gefst þá gott tækifæri til þess að eiga við okkur spjall og kynna sér hvað við höfum upp á að bjóða.“
Traust vörumerki
„Meðal þess sem N1 býður upp á eru smurolíur, vinnufatnaður, skór og öryggisvörur, gas, rafgeymar, efnavörur, pappír og hreinlætisvörur og útgerðarvörur svo eitthvað sé nefnt. Í öllum flokkum bjóðum við traust vörumerki. Í fatnaði má nefna Dimex, Fristads, Uvex, Jalas, Kwear og Cofra. Í olíum erum við með frábær merki eins og Mobil og Q8. Einnig erum við með Kemilux, Tork og Banner rafgeyma.“
Merking samdægurs
„Í Klettagörðum erum við með vöruhúsið við hliðina á okkur og þaðan er dreifikerfi vara á alla sölustaði okkar. Í Klettagörðum erum við einnig með merkingadeild þar sem hægt er að fá allan vinnufatnað merktan. Okkar sérstaða hefur verið snör merkingaþjónusta. Viðskiptavinur getur fundið í versluninni hjá okkur fatnað sem hentar hans starfssemi og fengið fatnaðinn merktan meðan beðið er. Þjónustustaðir okkar úti á landi, til dæmis Akureyri, geta afhent merktan fatnað daginn eftir að hann er pantaður,“ segir Sylvía.