Fortitude á Reyðarfirði

22. febrúar 2016

Fortitude á Reyðarfirði

Tökur á Fortitude standa nú yfir í annað sinn á Reyðarfirði en 140 manna tökulið kemur að verkefninu að undanskyldum leikurum og aðstoð bæjarbúa. Það er því óhætt að segja að þetta verkefni sem kostar yfir 1.3 milljarða króna í framleiðslu setji sinn svip á bæjarbraginn á Reyðarfirði þessa daganna.

Verslun N1 hefur ekki farið varhluta af framleiðslu þáttanna en að ósk framleiðenda hefur henni verið breytt að hluta og jafnframt þjónað sem tökustaður í þáttaröðinni. Verslunarstjóri okkar á Reyðarfirði, Guðmundur Þorsteinsson, hefur sent okkur nokkrar myndir af því hvernig ásýnd verslunarinnar og bæjarins hefur breyst í tilefni af tökunum. Af virðingu við framleiðslu þáttanna getum við ekki birt of mikið en þetta gefur smjörþefinn af því hvað um er að vera á Reyðarfirði þessa daganna í bland við myndir frá tökunum í fyrra.

Björn Hlynur fer með hlutverk Odergaard varðstjóra í þáttaröðinni.

undefined

Snjó lítið var á Reyðarfirði í fyrra og því brugðið á það ráð að sækja snjó ofan af Fagradal fyrir tökurnar.
undefined

Í fyrra þurfti jafnframt að flytja inn gervisnjó frá Bretlandi.

undefined

Uppstoppunarfyrirtækið Skin n Bone er almennt ekki með rekstur á Reyðarfirði.

undefined

Þetta eru ekki túristar á ferðalagi heldur tökulið þáttanna. 

undefined

Íbúar Fortitude ferðast stundum um á vélsleðum.

undefined

Verslunin okkar á Reyðarfirði merkt Snow and Ice.

undefined

Til samanburðar lítur verslunin almennt svona út.

undefined

Rifflar og hreindýr prýða veggi í versluninni þegar henni hefur verið breytt fyrir töku þáttanna.

undefined

Flaggað er norskum fánum því Fortitude á í raun að gerast á Svalbarða þó tökur fari fram á Reyðarfirði.

undefined

Við þökkum Guðmundi Þorsteinssyni fyrir myndirnar.