Fjöldatakmarkanir 31. júlí COVID-19
Vegna fjöldatakmarkana sem miðast við 100 manns og gilda 31. júlí til 13. ágúst viljum við koma eftirfarandi á framfæri til okkar viðskiptavina til að auka öryggi.
N1 kemur til með að halda þjónustustöðvum, verslunum og bílaþjónustu opnum og óbreyttu þjónustufyrirkomulagi eins og unnt verður.
- Vinsamlegast haldið 2 metra fjarlægð á milli starfsmanna sem og viðskiptavina.
- Minnum á mikilvægi handþvottar og að fylgja eftir tilmælum opinberra yfirvalda.
- Á stærri þjónustustöðvum okkar gætum við þurft að takmarka fjölda gesta í húsinu hverju sinni til að virða samkomubann yfirvalda.
Við sjáum til þess að þrif á þjónustustöðvum N1, ekki síst þrif á snertiflötum á borð við posa, hurðar, kæli og salerni séu í takt við tilmæli. Þá hefur jafnframt verið gripið til margvíslegra ráðstafana í kringum sjálfsafgreiðslu á þjónustustöðvunum. Má þar nefna:
- Sjálfsafgreiðslu á nammibörum hætt
- Sósur fyrir pylsur færðar fyrir aftan afgreiðsluborð
- Salatbarir í sjálfsafgreiðslu fjarlægðir
- Bakkelsi í sjálfsafgreiðslubakaríum pakkað inn
- Kaffibollar, lok og aðrir fylgihlutir, færðir fyrir aftan afgreiðslulínu
- Hnífapör, salt, pipar og sósur fyrir viðskiptavini veitingastaða afhent af starfsfólki
Starfsfólk N1 fylgist vel með stöðu mála og fylgir leiðbeiningum Landlæknis og Almannavarna til hins ýtrasta og ítrekar að öryggi og vernd viðskiptavina og starfsmanna er ætíð í fyrirrúmi. Öll berum við ábyrgð og því mikilvægt að standa saman og virða þau tilmæli sem okkur eru gefin.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér rafrænar þjónustuleiðir okkar á www.n1.is, netspjallið okkar eða þjónustuverið í síma 440-1000.