Fjöldatakmarkanir 13. mars vegna COVID-19 veirunnar

16. mars 2020

Fjöldatakmarkanir 13. mars vegna COVID-19 veirunnar

Vegna fjöldatakmarkana sem sett voru á 13. mars viljum við koma eftirfarandi á framfæri til okkar viðskiptavina til að auka öryggi.

• N1 kemur til með að halda þjónustustöðvum, verslunum og bílaþjónustu opnum og óbreyttu þjónustufyrirkomulagi eins og unnt verður.

• Vinsamlegast haldið 2 metra fjarlægð á milli starfsmanna sem og viðskiptavina.

• Minnum á mikilvægi handþvottar og að fylgja eftir tilmælum opinberra yfirvalda.

• Á þjónustustöðvum okkar á Hvolsvelli, Borgarnesi, Egilsstöðum og Staðarskála gætum við þurft að takmarka fjölda gesta í húsinu hverju sinni til að virða samkomubann yfirvalda.

• Höfuðstöðvar N1 á Dalvegi verða lokaðar fyrir heimsóknir.

Starfsfólks N1 fylgist vel með stöðu mála og fylgir leiðbeiningum Landlæknis og Almannavarna til hins ítrasta og ítrekar að öryggi og vernd viðskiptavina og starfsmanna er ætíð í fyrirrúmi.

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér rafrænar þjónustuleiðir okkar á www.n1.is, netspjallið okkar eða þjónustuverið í síma 440-1000.