Ertu á nýlegum bíl og hefur ekki kynnt þér dagljós og aðalljós?
Nú er tæpur mánuður í stysta dag ársins. Því líða ekki nema rétt rúmar fjórar klukkustundir frá sólarupprás til sólarlags og flestir því á leiðinni til og frá vinnu í myrkri. Eins og við öll þekkjum geta aksturskilyrði á veturnar verið margbreytileg og því allir ábyrgir ökumenn stöðugt vakandi fyrir umhverfi og aðstæðum. En hvað ef við, þessir ábyrgu ökumenn, erum hreinlega sjálf vandamálið?
Margir nýlegir bílar eru nefnilega búnir svonefndum dagljósum sem stöðugt er kveikt á meðan bíllinn er í gangi. Á upplýstum götum og í umferð með öðrum getur okkur þótt þessi dagljós nóg en þetta eru þó ekki ökuljós. Stóra vandamálið er þó fólgið í því að afturljósin eru oft ekki tengd þessum dagljósum og því margir akandi um í myrkri og snjókomu ljóslausir að aftan sem, að sjálfsögðu, getur verið stórhættulegt.
Mikilvægt er því að mun að kveikja á ökuljósum í hvert skipti sem bílinn er ræstur ekki bara svo þú sjáir betur heldur líka svo þú sjáist betur!