Er mynstrið nógu djúpt?
Ert þú búin að kynna þér nýju reglugerðina um mynstursdýpt á hjólbörðum? Þann 1. nóvember tóku í gildi nýjar reglur um hjólbarða en nú þurfa mynstur hjólbarða að vera þriggja mm djúp hið minnsta yfir vetrartímann. Áður var reglan sú að mynstursdýpt mátti ekki vera minni en 1.6 mm og gildir sú regla enn yfir sumar¬tímann.
Samkvæmt Samgöngustofu er markmiðið með breytingunni er auka umferðaröryggi og samræma við þá staðla sem í gildi eru í nágrannalöndunum.
Kristbjörn Þór Bjarnason, sölustjóri hjá N1 í Fellsmúla, segir fólk yfirleitt skilningsríkt þegar dekkin séu úrskurðuð ónýt en mynstursdýptin þarf að ná 3 mm yfir allan mynstursflötinn.
Samkvæmt Degi Benónýssyni rekstarstjóra bílaþjónustunnar hjá N1 hefur fólk hringt inn og spurt hvort að N1 mæli mynsturdýpt dekkjanna til þess að sjá hvort þau standist nýjar kröfur og að sjálfsögðu gerum við það þeim að kostnaðarlausu, segir hann.
Hér má sjá viðtal í mbl-sjónvarpinu við hann Kristbjörn sölustjóra hjá okkur í Fellsmúlanum um þessi mál.