Er komið að olíuskiptum á bílnum þínum?

30. apríl 2015

Er komið að olíuskiptum á bílnum þínum?

Reglulega þarf að skipta um olíu á bílnum til að passa upp á að vélin skili fullum afköstum og endist lengur.

Við olíuskipti er gott að fara eftir kílómetrastöðunni á mælinum og fara eftir þeim miða sem smurþjónustan setur yfirleitt í gluggann hjá þér og í smurbókina. Nýrri bílar eru einnig með aðvörun í mælaborði sem lætur vita ef komið er að olíuskiptum.

Mikilvægt er að keyra bílinn ekki lengra á milli olíuskipta en umboðin og framleiðendur mæla með. Ef olían er notuð of lengi þá missir hún hluta af eiginleikum sínum. Það veldur því að sót og óhreinindi setjast á hreyfanlega hluti vélarinnar og valda óþarfa sliti og einnig geta stimpilhringir fests sem veldur því að vélin verður óþétt. Við það missir vélin afl og getur það einnig valdið því að vélin fer að brenna smurolíu.

Það þarf að muna eftir að skipta um olíusíuna um leið og skipt er um olíu, einnig er mikilvægt að notuð sé sía af viðurkenndum gæðum. Þegar langur tími líður á milli olíuskipta þarf sían að geta tekið við því magni af óhreinindum sem búast má við að komi úr olíunni án þess að rifna eða opna framhjáhlaup.

Við hjá N1 erum með Mobil olíur og Q8 olíur og erum við umboðsaðili fyrir þær hér á landi. Við leggjum áherslu á að bjóða réttar olíur á öll ökutæki og höfum lagt okkur fram um að þjálfa starfsfólkið á smurstöðvunum og gera því fært að fylgjast með nýjungum og þróun í smurolíum á bíla.

Pantaðu tíma í olíuskipti hjá okkur