Endurnýjuð verslun á Húsavík

06. júní 2016

Endurnýjuð verslun á Húsavík

Í síðustu viku opnuðum við glæsilega endurnýjaða verslun okkar á Húsavík. Með auknum framkvæmdum á norðausturlandi hefur þörf fyrir fjölbreyttara vöruframboð fyrir verktaka og stór jafnt sem smá iðnfyrirtæki aukist til muna á svæðinu. Það er með mikilli ánægju fyrir okkur að geta mætt þessari þörf og vonumst við eftir því að endurbætt verslun okkar verði góður hlekkur inn í það sterka atvinnulíf sem er að byggjast upp á Húsavík.