BUGL fær jólastyrk N1 í ár
N1 hefur ákveðið að styrkja BUGL um jólastyrk fyrirtækisins árið 2019. N1 styrkir BUGL um eina milljón króna og þá hefur N1 jafnframt tekið þá ákvörðun að styðja enn frekar við starfsemina á fleiri vegu og sjá áfram um rekstur bílaflota BUGL á árinu 2020.
Þetta er annað árið í röð sem N1 ákvað að senda ekki jólagjafir til fyrirtækja og var þess í stað ákveðið að auka styrki fyrirtækisins til góðgerðarmála.
„Starfsmenn N1 um land allt hafa komið með ábendingar
N1 hefur ákveðið að styrkja BUGL um jólastyrk fyrirtækisins árið 2019. N1 styrkir BUGL um eina milljón króna og þá hefur N1 jafnframt tekið þá ákvörðun að styðja enn frekar við starfsemina á fleiri vegu og sjá áfram um rekstur bílaflota BUGL á árinu 2020.
Þetta er annað árið í röð sem N1 ákvað að senda ekki jólagjafir til fyrirtækja og var þess í stað ákveðið að auka styrki fyrirtækisins til góðgerðarmála.
„Starfsmenn N1 um land allt hafa komið með ábendingar og var niðurstaðan sú að styrkja BUGL og finnum við fyrir mikilli ánægju með þá niðurstöðu,“ segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.
BUGL stendur fyrir Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans en þar er unnið mikilvægt og göfugt starf á hverjum einasta degi og er N1 því stolt að geta stutt við þetta málefni.
„Stuðningur frá styrktaraðilum hefur gert okkur mögulegt að bjóða upp á fjölbreyttari og sveigjanlegri meðferð en ella. Við viljum gjarnan hverfa frá því að ætla fjölskyldum að passa inn í ákveðinn kassa af þjónustu sem er til. Með því að gera okkur kleift að fara til fjölskyldnanna, hvort sem það er á heimili eða í skóla eða annað, færumst við nær því að geta boðið fjölskyldum upp á það sem gagnast þeim best á þeim tíma. Þetta snýst hins vegar ekki eingöngu um að fá hjálp við framkvæmd meðferðar sem veitt er frá BUGL. Það vegur mjög þungt hvernig starfsfólkið á BUGL finnur að það eru margir sem leggja hönd á plóg til að styðja við vinnuna - og það er ómetanlegur stuðningur í sjálfu sér, hvetur okkur til að gera vel," segir Sigurveig Sigurjónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á BUGL.
Ákveðið hefur verið að nota jólastyrk N1 í að kenna starfsfólki BUGL á ACT meðferðina. Acceptance and Commitment Therapy, en það er meðferð sem er ætluð fyrir unglinga með tilfinningavanda og foreldra þeirra. Meðferðin er nýlegt form hugrænnar atferlismeðferðar og í hnotskurn byggir meðferðin á því að gangast við því sem við höfum ekki stjórn á (acceptance) og tökum ábyrgð á því sem við höfum stjórn á (commitment). Áherslan er á að bæta virkni og starfsgetu. Í meðferðarvinnunni eru foreldrar og unglingar saman en einnig býður meðferðin upp á einstaklingsviðtöl fyrir unglinga og fjölskylduviðtöl eftir þörfum. Meðferðin er byggð á forskrift frá McLean Harvard spítalanum í Boston og hafa rannsóknir sýnt að þetta meðferðarform er mjög árangursríkt og hentar vel við fjölþættum vanda. Louise Hayes sem er upphafsmaður þessarar meðferðar mun í janúar 2020 halda vinnustofu um þessa nálgun í tengslum við ráðstefnu BUGL.
og var niðurstaðan sú að styrkja BUGL og finnum við fyrir mikilli ánægju með þá niðurstöðu,“ segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.
BUGL stendur fyrir Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans en þar er unnið mikilvægt og göfugt starf á hverjum einasta degi og er N1 því stolt að geta stutt við þetta málefni.
„Stuðningur frá styrktaraðilum hefur gert okkur mögulegt að bjóða upp á fjölbreyttari og sveigjanlegri meðferð en ella. Við viljum gjarnan hverfa frá því að ætla fjölskyldum að passa inn í ákveðinn kassa af þjónustu sem er til. Með því að gera okkur kleift að fara til fjölskyldnanna, hvort sem það er á heimili eða í skóla eða annað, færumst við nær því að geta boðið fjölskyldum upp á það sem gagnast þeim best á þeim tíma. Þetta snýst hins vegar ekki eingöngu um að fá hjálp við framkvæmd meðferðar sem veitt er frá BUGL. Það vegur mjög þungt hvernig starfsfólkið á BUGL finnur að það eru margir sem leggja hönd á plóg til að styðja við vinnuna - og það er ómetanlegur stuðningur í sjálfu sér, hvetur okkur til að gera vel," segir Sigurveig Sigurjónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á BUGL.
Ákveðið hefur verið að nota jólastyrk N1 í að kenna starfsfólki BUGL á ACT meðferðina. Acceptance and Commitment Therapy, en það er meðferð sem er ætluð fyrir unglinga með tilfinningavanda og foreldra þeirra. Meðferðin er nýlegt form hugrænnar atferlismeðferðar og í hnotskurn byggir meðferðin á því að gangast við því sem við höfum ekki stjórn á (acceptance) og tökum ábyrgð á því sem við höfum stjórn á (commitment). Áherslan er á að bæta virkni og starfsgetu. Í meðferðarvinnunni eru foreldrar og unglingar saman en einnig býður meðferðin upp á einstaklingsviðtöl fyrir unglinga og fjölskylduviðtöl eftir þörfum. Meðferðin er byggð á forskrift frá McLean Harvard spítalanum í Boston og hafa rannsóknir sýnt að þetta meðferðarform er mjög árangursríkt og hentar vel við fjölþættum vanda. Louise Hayes sem er upphafsmaður þessarar meðferðar mun í janúar 2020 halda vinnustofu um þessa nálgun í tengslum við ráðstefnu BUGL.