Breyttar verklagsreglur Bílaþjónustu vegna COVID-19

25. mars 2020

Verklagsreglur Bílaþjónustu vegna COVID-19

Breyttar verklagsreglur Bílaþjónustu vegna COVID-19

Það eru fordæmalausir tímar og við erum öll að leggja okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu og á sama tíma fylgja tilmælum Almannavarna og stóttvarnalæknis.

Heilsufar og velferð viðskiptavina og starfsmanna er okkur efst í huga. 

 

Þú getur verið fullviss um að við hjá Bílaþjónustu N1 gerum kröfur um hreinlæti og höfum aukið þrif til mikilla muna.

•  Við forðumst að fara inn í bifreiðar viðskiptavina af fremsta megni.
•  Við virðum fjarlægðarmörk Almannavarna um 1 metra regluna og
   fjöldatakmörkun á vinnustað.
•  Sóttvarnir eru aðgengilegar á verkstæðismóttöku.
•  Starfsmaður í afgreiðslu þvær hendur reglulega, sprittar og er með hanska.
•  Viðskiptavinur keyrir bílinn inn á verkstæðið okkar nema viðskipavinir
   óski sérstaklega eftir okkar aðstoð með það.
•  Viðskiptavinir hafa aðgang að einnota hönskum og spritti.
•  Starfsmaður sótthreinsar sig/fer í hanska og setur plasthlíf á sæti.
•  Starfsmaður sótthreinsar helstu snertifleti innan bílsins og keyrir hann út.
•  Bíllyklar eru sótthreinsaðir og afhentir í plastpokum ef við á.
•  Límmiðar um hersluleiðbeiningar verða afhentir viðskiptavini í afgreiðslu.