Breytt verðstefna

16. júní 2010

Breytt verðstefna

Sú nýjung hefur átt sér stað að félagið hefur breytt um verðstefnu í sölu á eldsneyti og ætlar að bjóða sama verð á mönnuðum og ómönnuðum stöðvum. Sama söluverð er á eldsneyti um land allt en áfram er innheimt þjónustugjald fyrir þá sem láta dæla eldsneyti á bifreiðar sínar.

Forstjóri N1, Hermann Guðmundsson segir áherslubreytingu hafa orðið hjá félaginu og munu viðskiptavinir N1 njóta sömu kjara sama hvort þeir komi á þjónustustöðvar eða mannlausar stöðvar N1.